WordPress 4.7 “Vaughan”

Útgáfa 4.7 af WordPress, nefnt “Vaughan” til heiðurs goðsagnakenndu jazzsöngkonunni Sörah “Sassy” Vaughan, er tilbúin til niðurhals eða uppfærslu í WordPress skjáborðinu þínu. Nýjungar í 4.7 hjálpa þér við að setja vefinn þinn upp eins og þú vilt hafa hann.

Útgáfa 4.7 er að sjálfsögðu fáanleg á íslensku, en frekari upplýsingar um nýjungar er að finna í útgáfutilkynningunni.

WordPress 4.4 “Clifford”

Útgáfa 4.4 af WordPress, nefnt “Clifford” til heiðurs jazz trompetleikaranum Clifford Brown, er tilbúin til niðurhals eða sem uppfærsla í WordPress stjórnborðinu þínu. Nýjungar í 4.4 gerir vefinn þinn tengjanlegri og skalanlegri. Clifford kynnir einnig til sögunnar nýtt þema, Twenty Sixteen.

Frekari upplýsingar í upprunalegu tilkynningunni:

WordPress 4.4 “Clifford”

WordPress 4.3 “Billie”

Útgáfa 4.3 af WordPress, nefnd “Billie” til heiðurs jazz söngkonunni Billie Holiday, er tilbúin til niðurhals eða sem uppfærsla í WordPress stjórnborðinu þínu. Nýjungar í 4.3 hjálpa þér að eiga í samskiptum og deila efni, hnattrænt.

[wpvideo T54Iy7Tw]

Ítarlegri upplýsingar er að finna í upprunalegu tilkynningunni

WordPress 4.1 „Dinah“ komið út

Útgáfa 4.1 af WordPress, nefnt “Dinah” til heiðurs jazz-söngkonunni Dinuh Washington, er fáanlegt sem niðurhal eða uppfærsla í WordPress stjórnborðinu þínu. Nýjungar í WordPress 4.1 hjálpa þér að einbeita þér við ritun og nýja sjálfgefna þemað gerir þér kleift að birta afraksturinn á sem glæsilegastan hátt.

WordPress 4.0 á íslensku

Þó vinna við íslenska þýðingu á WordPress sé komin langt, þurfum við þína hjálp til að klára hana svo vel sé.

Öllum er velkomið að taka þátt í þýðingarvinnunni. Finna má leiðbeingar á ensku inni á GlotPress, um það hvernig þú stígur þín fyrstu skref sem þáttakandi í þýðingum á wordpress.

Smelltu hér til að taka þátt í þýðingarvinnunni, en áður en þú byrjar þá þarftu að vera með notandanafn inn á WordPress.org (Nýskráning fer fram hér).