Samnorræna WordCamp Nordic ráðstefnan í Helsinki!

Hin allra fyrsta WordCamp Nordic ráðstefna verður haldin í Helsinki, Finnlandi. Aðal dagskráin verður þann 8. mars 2019 og deginum áður 7. mars. verður framlagsdagur (e. contributor day) þar sem þú getur lagt þitt af mörgum til WordPress á ýmsa vegu. Einnig verður óformlegur verkefnadagur (e. activity day) þann 9. mars, þar sem þér er velkomið að taka þátt í norænni samvinnu. Öll erindi verða flutt á ensku.

Markmiðið með WordCamp Nordic ráðstefnunni er að gefa norrænum WordPress samfélögum tækifæri á að kynnast betur og deila þeirri verðmætu þekkingu og reynslu sem tengist WordPress.

Fyrsta miðahollið seldist upp, en fleiri miðar verða bráðlega aftur í boði! Vertu viss um að ekki missa af því með því að gerast áskrifandi að uppfærslum á nordic.wordcamp.org eða fylgdu @WordCampNordic á Twitter.

Ef þú vilt deila einhverju um WordPress, efni eða reynslu, þá er WordCamp Nordic frábær staður fyrir slíkt.

Við hvetjum þig til að sækja um að halda erindi á hinni fyrstu WordCamp Nordic ráðstefnunni! Skráningu fyrirlesara lýkur þann 7. janúar 2019.

Sjálfboðaliðastarf á WordCamp er frábær leið til að gefa aftur til WordPress samfélagsins. Við erum að leita að sjálfboðaliðum til að hjálpa til við að gera WordCamp Nordic mögulegt.

Velkomin á fyrstu norrænu WordCamp Nordic ráðstefnuna, sjáumst öll næsta mars!

WordCamps eru óformlegar og staðbundnar ráðstefnur sem ná yfir allt sem tengist WordPress. Þeir sem sækja WordCamp ráðstefnur eru allt frá nýbyrjuðum bloggurum til WordPress forritara og ráðgjafa.

Nánar um fyrri WordCamp ráðstefnur:

WordPress 4.7 “Vaughan”

Útgáfa 4.7 af WordPress, nefnt “Vaughan” til heiðurs goðsagnakenndu jazzsöngkonunni Sörah “Sassy” Vaughan, er tilbúin til niðurhals eða uppfærslu í WordPress skjáborðinu þínu. Nýjungar í 4.7 hjálpa þér við að setja vefinn þinn upp eins og þú vilt hafa hann.

Útgáfa 4.7 er að sjálfsögðu fáanleg á íslensku, en frekari upplýsingar um nýjungar er að finna í útgáfutilkynningunni.

WordPress 4.4 “Clifford”

Útgáfa 4.4 af WordPress, nefnt “Clifford” til heiðurs jazz trompetleikaranum Clifford Brown, er tilbúin til niðurhals eða sem uppfærsla í WordPress stjórnborðinu þínu. Nýjungar í 4.4 gerir vefinn þinn tengjanlegri og skalanlegri. Clifford kynnir einnig til sögunnar nýtt þema, Twenty Sixteen.

Frekari upplýsingar í upprunalegu tilkynningunni:

WordPress 4.4 “Clifford”

WordPress 4.3 “Billie”

Útgáfa 4.3 af WordPress, nefnd “Billie” til heiðurs jazz söngkonunni Billie Holiday, er tilbúin til niðurhals eða sem uppfærsla í WordPress stjórnborðinu þínu. Nýjungar í 4.3 hjálpa þér að eiga í samskiptum og deila efni, hnattrænt.

[wpvideo T54Iy7Tw]

Ítarlegri upplýsingar er að finna í upprunalegu tilkynningunni

WordPress 4.1 „Dinah“ komið út

Útgáfa 4.1 af WordPress, nefnt “Dinah” til heiðurs jazz-söngkonunni Dinuh Washington, er fáanlegt sem niðurhal eða uppfærsla í WordPress stjórnborðinu þínu. Nýjungar í WordPress 4.1 hjálpa þér að einbeita þér við ritun og nýja sjálfgefna þemað gerir þér kleift að birta afraksturinn á sem glæsilegastan hátt.