Lýsing
Samstilltu WooCommerce-verslunina þína við DK, þar með talið vöruverð og fjölda á lager og búðu til reikninga fyrir viðskiptavini við afgreiðslu.
Um viðbótina
Samstilltu vörur, verð og fjölda á lager milli WooCommerce-verslunarinnar þinnar og DK-bókhaldsins þíns. Láttu DK búa til reikninga sjálfkrafa við afgreiðslu án þess að hafa áhyggjur af því að setja upp tengingu við tölvupóstþjóna frá WordPress-vefnum þínum.
Vöruafbrigði, útsöluverð og fjölda á lager er hægt að samstilla heilt yfir og einnig fyrir stakar vörur.
Reglur, persónuvernd og lagatengd mál
Viðbótin byggir á tengingu við dkPlus forritaskilin (API) frá DK hugbúnaði ehf (DK). DK býður upp á þá þjónustu skv. sínum eigin skilmálum (PDF) og Persónuverndarstefnu (PDF).
Viðbótin er búin til og viðhaldið af 1984 ehf. Viðbótin er frjáls hugbúnaður og er því öllum opin en engin ábyrgð er borin á virkni eða villuleysi. DK Hugbúnaður ehf. ber enga ábyrgð á viðbótinni. Þjónustuskilmála 1984 má finna á https://1984.is/tos/.
Skjámyndir
Stjórnunarviðmótið fyrir viðbótina er staðsett undir WooCommerce-hlutanum í hliðarstikunni en er yfirleitt annars ekki sýnilegt. Þú getur stillt og samstillt verð, útsöluverð og dagsetningar útsölu milli DK og WooCommerce með viðbótinni, beint úr vöruforminu í WooCommerce. Viðbótin getur lesið fjölda eininga á lager úr DK og birt í WooCommerce-versluninni þinni.
Uppsetning
Þú þarft að klára að setja upp WooCommerce-verslunina þína, þ.m.t, skatta og gjöld, greiðslumáta, hvort VSK sé innifalinn í verði o.s.frv. í samræmi við uppsetninguna í DK áður en þú setur upp, virkjar og stillir viðbótina.
Það fyrsta sem þú þarft að gera er að stofna aðgang að dkPlus-vefþjónustunni frá DK:
Skráðu inn API-lykil fyrir notanda með nægilegan aðgang í WooCommerce 🠆 Tengill fyrir DK, stemmdu af greiðslugáttir í WooCommerce við greiðslumátana sem uppsettir eru í DK hjá þér og gaktu úr skugga um að aðrar stillingar eru til samræmis við þær sem eru í DK.
Þegar tengingu hefur verið komið á mun viðbótin virka strax og skráir vörur og annað í DK þegar þær eru búnar til í WooCommerce, svo lengi sem vörunúmer og SKU er rétt upp sett fyrir hverja vöru.
SOS
-
Styður viðbótin DK-uppsetningar sem hýstar eru innanhúss?
-
Þar sem viðbótin notar dkPlus forritaskilin (API) og við vitum ekki betur en að dkPlus styðji ekki við DK-uppsetningar sem hýstar eru innanhúss, þá eru slíkar uppsetningar ekki studdar. (En látið okkur endilega vita ef þið komist að því að það sé ekki rétt og við skulum aðstoða!)
-
Eru gögn samstillt að fullu í báðar áttir?
-
Upplýsingar um vörur eru yfirleitt samstilltar í báðar áttir. Einhverjar takmarkanir eru þó á því, en vöruafbrigði og fjöldi á lager er eingöngu hægt að sækja niður á við (úr DK og yfir í WooCommerce) á meðan reikningagerð virkar upp á við (úr WooCommerce og yfir í DK) og einhverjum upplýsingum er haldið í WooCommerce.
-
Getur viðbótin haft áhrif á vöruskráningu í DK?
-
Í stuttu máli, já, svo lengi sem samstilling á vöruverði og vöruheiti er virk og API-lykillinn er tengdur notanda með næg réttindi samstillast breytingar á verði og nafni vöru í WooCommerce við DK. Hægt er að slökkva á samstillingu þessara upplýsinga sérstaklega.
-
Getur viðbótin haft áhrif á skuldunautaskránna í DK?
-
Viðskiptavinir sem gefa upp kennitölu verða skráðir sem skuldunautar í DK-uppsetningunni þinni ef þeir eru ekki þegar skráðir. Það er ekki athugað að fullu hvort kennitalan sé gild og það er alltaf möguleiki á að viðskiptavinir þínir geri innsláttarvillur og önnur mistök. Þessi viðbót skrifar ekki yfir skuldunauta sem þegar eru skráðir í DK.
Ef slökkt er á kennitölureitnum eða kennitala ekki gefin upp við afgreiðslu eru reikningarnir skráðir á ‚sjálfgefna kennitölu‘, sem táknar nafnlausa staðgreiðslu.
-
Þarf ég að setja upp tengingu við tölvupóstþjón til að senda reikninga?
-
Það þarf ekki að setja inn tölvupóstsendingar í WordPress á vefþjóninum þínum til að senda tölvupóst. Þar sem nýtum tölvupóstkerfið í DK, þá þarftu aðeins að færa inn réttar stillingar í DK og færa inn rétta SPF-færslu í DNS-uppsetningunni þinni fyrir lénið þitt til að hægt sé að senda reikninga.
-
Styður viðbótin nýja vöruformið í WooCommerce, sem byggir á blokkum?
-
Ítarlegar stillingar á vöruformi WooCommerce eru ekki í boði eins og er þar sem það er enn í þróun. Það er því ekki hægt að bæta inn aukareitum í það s.s. ef þú vilt ekki samstilla vöruverð, fjölda á lager o.s.frv. fyrir ákveðnar vörur.
Ef þú þarft ekki svona ítarlegar stillingar og getur notað sömu stillingar fyrir allt, þá virkar viðbótin svo lengi sem þú slærð inn SKU sem samsvarar vörunúmeri vörunnar í DK.
-
Styður viðbótin nýja afgreiðsluformið í WooCommerce, sem byggir á blokkum?
-
Já, það eru enn vandamál tengd kennitölureitnum
Umsagnir
There are no reviews for this plugin.
Þátttakendur & höfundar
“Tengill frá 1984 fyrir DK og WooCommerce” er opinn hugbúnaður. Eftirfarandi aðilar hafa lagt sitt af mörkum við smíði þessarar viðbótar.
Höfundar“Tengill frá 1984 fyrir DK og WooCommerce” has been translated into 1 locale. Thank you to the translators for their contributions.
Translate “Tengill frá 1984 fyrir DK og WooCommerce” into your language.
Interested in development?
Browse the code, check out the SVN repository, or subscribe to the development log by RSS.