WordPress 4.7 “Vaughan”

Útgáfa 4.7 af WordPress, nefnt “Vaughan” til heiðurs goðsagnakenndu jazzsöngkonunni Sörah “Sassy” Vaughan, er tilbúin til niðurhals eða uppfærslu í WordPress skjáborðinu þínu. Nýjungar í 4.7 hjálpa þér við að setja vefinn þinn upp eins og þú vilt hafa hann.

Útgáfa 4.7 er að sjálfsögðu fáanleg á íslensku, en frekari upplýsingar um nýjungar er að finna í útgáfutilkynningunni.