WordPress.org

Íslenska

Ready to get started?Download WordPress

Velkomin

Localized version screenshot

Þessi vefur hýsir íslensku þýðinguna á WordPress.

WordPress byrjaði sem einfalt bloggkerfi en hefur þróast yfir í að vera fullbúið vefumsjónarkerfi.

Í dag er WordPress vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum.

Stór hópur sjálfboðaliða vinnur saman að því að búa WordPress til, bæði fyrir sjálfa sig og þig í leiðinni. Hver sem er getur tekið þátt í þróun kerfisins og þýðingu, sem dæmi er íslenska þýðingin unnin algjörlega af sjálfboðaliðum.

Athugið að þýðingin á WordPress er ekki fullkláruð eins og er.

Sækja

Hér getur þú sótt íslenskaða útgáfu af WordPress. Athugaðu þó að WordPress er ekki fullþýtt, þótt að vinnan sé langt komin.

Við hvetjum alla til að leggja okkur lið við að þýða WordPress.

Sýnidæmi

Uppsetning

Íslenskar leiðbeiningar væntanlegar en þangað til er hægt að styðjast við enskar leiðbeiningar.

Blogg

WordPress 4.1.1 Viðhaldsútgáfa

19. febrúar, 2015

WordPress 4.1.1 er komið út. Þessi viðhaldsútgáfa lagar 21 villur í útgáfu 4.1. Frekari upplýsingar má fá í útgáfutilkynningunni.

WordPress 4.1 „Dinah“ komið út

18. desember, 2014

Útgáfa 4.1 af WordPress, nefnt “Dinah” til heiðurs jazz-söngkonunni Dinuh Washington, er fáanlegt sem niðurhal eða uppfærsla í WordPress stjórnborðinu þínu. Nýjungar í WordPress 4.1 hjálpa þér að einbeita þér við ritun og nýja sjálfgefna þemað gerir þér kleift að birta afraksturinn á sem glæsilegastan hátt.

WordPress á íslensku – Facebook hópur

5. október, 2014

Við viljum benda á Facebook hópinn WordPress Ísland ef ykkur vantar aðstoð með WordPress

WordPress 4.0 á íslensku

5. október, 2014

Þó vinna við íslenska þýðingu á WordPress sé komin langt, þurfum við þína hjálp til að klára hana svo vel sé. Öllum er velkomið að taka þátt í þýðingarvinnunni. Finna má leiðbeingar á ensku inni á GlotPress, um það hvernig þú stígur þín fyrstu skref sem þáttakandi í þýðingum á wordpress. Smelltu hér til að taka […]

WordPress 3.9.1

8. maí, 2014

Eftir að WordPress 3.9.1 hefur verið sótt oftar en 9 milljón sinnum á þrem vikum, tilkynnum við með stolti að WordPress 3.9.1 hefur verið gefið út. Sjá nánar https://wordpress.org/news/2014/05/wordpress-3-9-1/

WordPress 3.9 „Smith“

19. apríl, 2014

Útgáfa 3.9 af WordPress, nefnd “Smith” til heiðurs jazz-organistanum Jimmy Smith, er tilbúin til niðurhals eða uppfærslu í WordPress stjórnborðinu þínu. Þessi útgáfa inniheldur nokkrar breytingar sem við vonum að ykkur mun líka. Þið getið kynnt ykkur þessar umbætur í meðfylgjandi myndbandi, eða með því að skoða upprunalegu tilkynninguna. Einnig er hægt að sækja útgáfuna […]

WordPress 3.4 komið út

16. júní, 2012

Þann 13 júní kom útgáfa 3.4 út og markar sú útgáfa tímamót hvað varðar íslenskustuðning.  Frá og með útgáfu 3.4 er hægt að sækja íslenskaða útgáfu af WordPress frá http://is.wordpress.org  ásamt því að þýðingum er nú haldið úti á þýðendavef WordPress samfélagsins. Það er því ástæða til þess að fagna þessum tímamótum fyrir „stórasta“ land […]

WordPress 3.4 á íslensku

5. júní, 2012

Vinna við þýðingu á WordPress fyrir útgáfu 3.4 er í fullum gangi og gengur vel og stefnt er að því að klára þýðinguna fyrir 9. júní. Öllum er velkomið að taka þátt í þýðingunni og finna má leiðbeingar á ensku inn á GlotPress hvernig þú stígur þín fyrstu skref sem þáttakandi í þýðingum á wordpress. Smelltu […]